Detti af mér allar...

Að maður skyldi vera svona hjartanlega sammála þingmanni Vinstri Grænna er lyginni líkast. Nú er bara að vona að Jón Bjarnason líti í barm eigin flokks og leggi saman tvo og tvo, að vinstristefnan er öll byggð á siðfræði öfundsýkinnar. Rosalegt innsæi hafa menn þegar þeir nenna því.

mbl.is Brown öfundsjúkur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema ber skylduna

Það er afleitt að ætla að það sama eigi að ganga yfir alla í launamálum, bæði ósanngjarnt og siðlaust. Sumir eru betri en aðrir í sínu starfi og því ættu menn að geta samið sjálfir um sín laun, án milligöngu verkalýðsfélaganna sem hafa pólitísk og "þjóðfélagsleg" markmið.

Frekar en að bíða eftir flóðbylgju þessara samningsbundnu launahækkana, eða að leyfa verkalýðsfélögunum að semja hækkanirnar af launafólki, þá ætti alþingi að athuga hvort ekki sé hægt að afnema skylduáskriftina að verkalýðsfélögunum. Atvinnuveitendur og launþegar geti samið sín á milli um kjör sem báðir geta sætt sig við og eru í samræmi við raunveruleikann frekar en einhverja óskhyggju.


mbl.is Varar við innistæðulausum launahækkunum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegri helmingur McBama sigraður

Ánægjulegt að hættulegri helmingur McBama teymisins sé á góðri leið með að verða sigraður. Þá er bara að vona að þetta forskot haldist. Ef Bandaríkjamenn ætla að hafa sósíalista í hvíta húsinu á annað borð, þá er betra að hafa sósíalista sem þorir að viðurkenna það. Það verður þá auðveldara að kenna honum um hagkerfishamfarirnar sem vissulega eru framundan, sama hvor þessara tveggja fasista vinnur kosningarnar í Nóvember.

 


mbl.is Obama með 11% forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er kreppan vís

Hvenær ætla þessir hálærðu apakettir að fatta það að það er inngrip stjórnvalda sem hrindir kreppunni af stað, og að frekari "afgerandi aðgerðir" gera einfaldlega illt verra.

Laissez-Faire, mon amis, Laissez-Faire!

 


mbl.is Aðgerðaáætlun samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni hefur mikið til síns máls

Ef íslensk yfirvöld og bankarnir láta þetta mál liggja kyrrt þá eru skilaboðin skýr að það sé allt í lagi að traðka á Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, og erlendum fyrirtækjum í eigu íslenskra. En málið er líka stærra en það. Það er mál að láta að reyna á þessar löggjafir breta, og þessar fasistataktíkur sitjandi ríkisstjórnar, fyrir breskum dómstólum, allrar Evrópu vegna. Þetta setur fordæmi öðrum ríkisstjórnum, og það má ekki líðast.

 


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhugar að steypa BNA inn í kreppu

Bush hefur verið með tærnar þar sem Franklin Roosevelt hafði hælana, en nú er hann í stífri keppni um versta Bandaríkjaforsteta allra tíma.

Let them fail, Mr Bush. We will build new and better banks if you get out of the way.

 


mbl.is Íhugar að fara að dæmi Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Offors í Bretum

Ótrúlegt offorsið í Bretum gagnvart íslensku bönkunum. Það er lygilega illa farið með ríkisvaldið þegar beitt er hryðjuverkalögum, og fyrirtæki lögð í rúst út á orðróm og yfirlýsingar í erlendu sjónvarpi á tungumáli sem enginn skilur.

Það eina sem dugar í framtíðinni er algjör aðskilnaður ríkis og efnahags á Íslandi. Það er eina leiðin til að hægt sé að fara fram á við efnahagslega í ríki sem er svona smátt. Það er óþolandi að ummæli manna sem fara með lífs- og dauðavald yfir íslenskum fyrirtækjum geta fellt þau á einu bretti.

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglöp að stöðva viðskipti

Stöðvun viðskipta með bréf bankanna er til þess fallin að tap hluthafa verður miklu meira en annars hefði orðið. Stöðvun þessara viðskipta er ekki bara árás á þá hluthafa heldur árás á raunveruleikann sjálfan, þar sem allt er gert til að fá að þykjast sem lengst að ekkert sé að. Þeim mun lengur sem þetta viðhefst, því harðara verður spennufallið þegar raunveruleikanum er hleypt á aftur.


mbl.is Milljarðar í súginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun gera illt verra

Það eru einmitt stórfengleg inngrip bandarísku alríkisstjórnarinnar inn í íbúðarlánamarkaðinn sem bjuggu til þessa kreppu alla saman. Þetta er búin að vera syrpa af afglöpum í sex áratugi: Stofnun Fannie Mae, stofnun Freddie Mac, CRA, "Affordable Housing", nýleg stofnun sérstaks sjóðs til uppkaupa húsnæðislána, og nú kallar þessi bavíani eftir meiru.

Það er sama hvor trúðanna verður næsti forseti Bandaríkjanna, það er sama ótrúlega vanþekkingin á sögunni og einföldustu efnahagslögmálum. En hann þessi, hann McCain, selur sig sem vin frjáls markaðar. Hver þarf óvini þegar vinirnir eru svona?


mbl.is McCain vill björgunarsjóð vegna húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fantur

By what right, Brown? Þessi sósíalisti í konungríki er eitthvað að misskilja hvernig hlutunum er hagað í lýðveldi. Íslenska ríkið hefur ekkert leyfi né rétt til að skuldbinda mig og þig vegna athafna annarra, hvort sem þeir viðkomandi eru Íslendingar eða annað.


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband