Afnema ber skylduna

Það er afleitt að ætla að það sama eigi að ganga yfir alla í launamálum, bæði ósanngjarnt og siðlaust. Sumir eru betri en aðrir í sínu starfi og því ættu menn að geta samið sjálfir um sín laun, án milligöngu verkalýðsfélaganna sem hafa pólitísk og "þjóðfélagsleg" markmið.

Frekar en að bíða eftir flóðbylgju þessara samningsbundnu launahækkana, eða að leyfa verkalýðsfélögunum að semja hækkanirnar af launafólki, þá ætti alþingi að athuga hvort ekki sé hægt að afnema skylduáskriftina að verkalýðsfélögunum. Atvinnuveitendur og launþegar geti samið sín á milli um kjör sem báðir geta sætt sig við og eru í samræmi við raunveruleikann frekar en einhverja óskhyggju.


mbl.is Varar við innistæðulausum launahækkunum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband