Færsluflokkur: Matur og drykkur

...En verð á öfund og rógi snarlækkar

Ef marka má umræðuna þessa dagana þá er það ekkert nema yfirgengileg mannvonska sem ræður ríkjum hjá veitingahúsum. Allir vilja fá að sjá einhvern lista yfir hvaða veitingahús hafa lækkað verð á matseðlum sínum síðan 1. mars sl. Allir vilja fá að sjá nafn bakarans svo það sé hægt að hengja hann fyrir smið.

Segjum sem svo að veitingahús A veitir góðan mat og þjónustu á góðu verði, sama góða verðinu fyrir og eftir 1. mars. Veitingahús B ber fram vondan mat og dónaskap á okurverði, en lækkar verðið eftir 1. mars þannig að það er ekki lengur fáránlega dýrt heldur aðeins hlægilega dýrt. En veitingahús A fer á listann yfir vonda fólkið þrátt fyrir að bjóða miklu betur.

Hér eru Neytendastofa og Morgunblaðið að selja öfund og róg. Það selst ekkert jafn vel og sú hugmynd að við séum góð og hinir séu vondir. Það verður að deila svo hægt sé að drottna. Það er með ólíkindum hvað við erum tilbúin að kaupa mikið af ódýru kjaftæði.

En, gott og vel. Næst þegar alþingi lækkar tekjuskatt á einstaklinga, eða hækkar skattleysismörk, þá vil ég fá að sjá lista yfir þau illmenni sem ekki lækkuðu launin sín í kjölfarið.

 

Það skal tekið fram að höfundur verslar sjaldan eða aldrei við veitingahús vegna þess að hann er andskotanum nískari, og eldar sjálfur ágætlega hvort eð er.


mbl.is Meirihluti veitinga- og kaffihúsa hafa ekki lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband