19.12.2008 | 03:40
Hvað með hinar fangabúðirnar?
Nú á að loka Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. En hvað með hinar fangabúðirnar, sem Kúba Kastrós sjálf er? Á ekkert að fara að loka þeim? Nógu löngu er liðið.
Undirbúa lokun Guantánamo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 15:30
Einblínt á litlu hlutina
Það að ætla að skila einhverjum sparnaði með að lækka laun ríkisstarfsmanna er fásinna, og pragmatismi af verstu gerð. Laun þessa fólks hafa þegar lækkað um helming þegar tekið er tillit til gengi krónunnar í raunverulegum verðmætum. Þetta verður til einskis nema að koma því þannig í kring að aðeins óhæfir hálfvitar vilja vinna hjá ríkinu, og guð veit að nóg er til af svoleiðis á þeim bænum.
Nei, það sem þarf að gera er að fækka verkefnum ríkisins og þar með ríkisstarfsmönnum. Þá erum við ekki að tala um að lækka útgjöldin um einhverjar prósentur, heldur að draga saman fjárlögin í grundvallaratriðum og endurskoða hlutverk ríkisins í íslenzku þjóðfélagi.
Verum hugrökk í þeim efnum. Leggjum hönd á plóg frekar en að sitja og bíða eftir blóði úr ríkisspenanum. Sláum á velferðardekurkerfið. Afnemum einokunarstöðu seðlabankans. Rétt eins og Íslendingar verða að hætta að þykjast hafa efni á flatskjám og nýjum jeppum, þá verða þeir ennig að hætta að þykjast hafa efni á að reka heilbrigðiskerfi með tapi ár eftir ár, og þykjast hafa efni á hlutum eins og fæðingarorlofum, innflutningstollum, og tónlistarhúsum.
Vill lækka laun ríkisforstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2008 | 06:53
Viðeigandi
Það er viðeigandi að Obama segi hlýnun jarðar og aukinni virkni sólarinnar stríð á hendur, samfara hinni stærri orrustu gegn raunveruleikanum. Hugmyndafræðilegir bræður hans og aðrir dauðadýrkendur fyrr á öldum færðu einnig mannfórnir, líkt og Obama hyggst gera, til að þægja eldfjalla-, þrumu- og veðurguði. Það mun hafa sömu afleiðingar nú og þá, þrátt fyrir nýstárlegar "vísindalegar" aðferðir til þess arna.
Obama velur vísindamann í ráðherraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2008 | 04:41
Einkennileg umfjöllun
Það er skrítið hvernig er talað um hlutina eins og Ford, GM og Chrysler fjari út í sandinn ef alríkisstjórnin veitir þeim ekki lán. Það er eins og það sé verið að stýra því hvernig almenningur hugsar um þetta mál. Athuga ber eftirfarandi:
1. Ef þessum fyrirtækjum er veitt greiðslustöðvun og leyft að fara í gjaldþrot, þá hafa þau tækifæri til að skipta eignum til lánadrottna, endurskipuleggja reksturinn, skipta um stjórn, og koma út úr gjaldþroti innan einhverra ára.
2. Alríkisstjórnin á enga peninga. Ef hún ætlar að veita lán, þá verður einfaldlega að prenta þá peninga. Það jafngildir sérstökum skatti á alla þá sem eiga dollara eða eignir skráðar í dollurum.
3. Ef þessi fyrirtæki geta ekki framleitt bíla sem almenningur vill kaupa (sem virðist ekki vera neitt vandamál fyrir aðra framleiðendur), hvernig dettur mönnum í hug að þetta lán verði greitt til baka? Svarið er að það dettur engum það í hug, sem er ástæðan fyrir því að þeir halda út hattinum að alríkisstjórninni. Enginn annar vill lána þessa peninga því reksturinn er augljóslega vonlaus.
Framtíð bílarisa á bláþræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 14:33
Er þetta Vader?
Nú er ég ekki klár á því hver maðurinn er til hægri á myndinni sem fer með þessari frétt, en sá er óneitanlega tvífari Anakin Skywalker.
Telja sig komna á slóð Mladic | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 17:52
Rasismi?
Nú spyr ég: Er það ekki rasismi að láta sig varða hvernig maðurinn er á litinn? Hvaða máli skiptir það? Eru menn ekki vaxnir upp úr því að einblína á hörundsliti og kynþætti? Það skiptir öllu meira máli hvað er á milli eyrnanna á manninum, og það virðast afar fáir vita nokkuð um. Þetta er kannski víðara en bara gamaldags rasismi, þessi kennd að sigur eins sé sigur fyrir alla sem skipa sig í hóp með hinum sama, eftir einhverjum yfirborðskenndum mælingum. T.d. mætti segja að þessi sigur Obama sé mikið tap fyrir konur, eða gífurlegur sigur fyrir fólk ættað frá Hawaii, nú eða stórt áfall fyrir gamla hvíthærða karlfauska. http://aynrandlexicon.com/lexicon/tribalism.html
Rice segir Obama hvetjandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 15:31
Verðsamráð
Nú heyrist í engum að þetta sé samsæri gegn neytendum, en þó er verðsamráðið hér undir berum himni. Það hefði verið annað hljóð í skrokknum ef þetta væru olíufélögin að koma sér saman um 10% verðhækkun. En þetta er verðsamráð af verra tagi, því hér fá bændur og mjólkursamlög engu ráðið heldur verða að taka því sem nefndin ákveður.
Neytendur geta hins vegar eftir sem áður sleppt því að kaupa mjólk og bensín.
Verð á mjólk hækkar um 10,39% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 07:22
Tóm klikkun
Dettur einhverjum í hug að Reykvíkingar hafi efni á þessu snobbverkefni stjórnmálamanna eins og staðan er í dag? Þetta hús kemur til með að kosta tuttugu milljarða króna. Það er sjötíuþúsundkarl á hverja einustu manneskju í landinu. Að meðtöldum ungabörnum og útlendingum.
Og allt á kostnað fólksins í landinu sem þegar greiðir helming tekna sinna í skatt. Er ekki allt í lagi með menn? Ég skora þessi óféti hér með á hólm, bara uppi á árans húsflakinu.
Styðja Tónlistarhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 07:30
Erfitt að afnema félagsmálaráðuneytið
Erfitt að afnema verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 07:20
Skattlagningarvaldið
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)