Offors í Bretum

Ótrúlegt offorsið í Bretum gagnvart íslensku bönkunum. Það er lygilega illa farið með ríkisvaldið þegar beitt er hryðjuverkalögum, og fyrirtæki lögð í rúst út á orðróm og yfirlýsingar í erlendu sjónvarpi á tungumáli sem enginn skilur.

Það eina sem dugar í framtíðinni er algjör aðskilnaður ríkis og efnahags á Íslandi. Það er eina leiðin til að hægt sé að fara fram á við efnahagslega í ríki sem er svona smátt. Það er óþolandi að ummæli manna sem fara með lífs- og dauðavald yfir íslenskum fyrirtækjum geta fellt þau á einu bretti.

 


mbl.is FME yfirtekur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Stjórnvöld hafa gert sig sek um vítavert gáleysi  við þessar aðstæður, haft í frammi yfirlýsingar vinstri hægri, sem standast ekki aðþjóðlegt viðskiptasiðferði. Þjóðir heims bregðast við slíkum ummælum, ekki með silkihönskum!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 9.10.2008 kl. 11:29

2 identicon

Bretar gera sig seka um að sparka í liggjandi mann í stað þess að rétta hjálparhönd. Vond lykt af þessu.

Hjörtur (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:34

3 identicon

Kapítalisminn er hruninn !!!!

Jessss.....brosið hringinn með roð í kinnum!!!!

Dís

sigríður bryndís baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Og hvað tekur við? Mannát? Verði þér að góðu, Dís.

Rúnar Óli Bjarnason, 9.10.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband