Færsluflokkur: Bloggar
19.3.2007 | 14:05
En hvað það var leiðinlegt
Jahérna. Það koma víst ekkert nema slæmar fréttir af Kastró um þessar mundir. Fyrst lærir maður að hann sé veikur og jafnvel dauðvona, og voru auðvitað afar vondar fréttir að þetta fól væri að drepast af náttúrulegum orsökum, og vonbrigði að enginn hafi tekið það að sér enn að lóa þessu ómenni.
Svo fréttir maður að hann sé á batavegi. "Á ekki slæmu fréttunum að linna?" hugsar maður þá með sér.
Og nú er von á karlskrímslinu aftur til "starfa". Öllu má nú nafn gefa.
Það kannski huggar mann aðeins að Kastró þarf að þola það að vera með sjálfum sér þangað til hann loksins hrekkur upp af.
Morales segir að Castró komi aftur til starfa fljótlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 20:33
45 milljónir króna fyrir að henda rusli
Það hlaut að koma að því að maður læsi um svona í fréttum. Enda er svo ógreinanlegt milli nútímalistar og rusls að það er ekki hægt að ætlast til annars. Eins og barnið í sögunni um nýju fötin keisarans, hefur einhver byggingarframkvæmdarmaðurinn eflaust sett þetta í gáminn í sakleysi sínu eins og hvert annað rusl.
Ævintýralegt.
350.000 punda skaðabætur vegna listaverks sem var hent í ruslið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 17:03
Góðfréttadagur
Mikið fréttar vel í dag.
Réttlætinu þjónað í bak og fyrir, og mætti ætla að lögræðið væri enn við fulla heilsu á Íslandi, ef maður læsi fréttir aðeins í dag. Hæstiréttur vísar stóru múgsefjunarmáli frá, og tveir fyllifantar dæmdir, með hárri sekt og öllu, fyrir að ráðast á starfsbróður sinn. Þrefalt húrra fyrir því. Svo eru menn bara hressir með stækkun álvers líka.
Ég er ekki frá því heldur að básúnur og trommur hljómi þrumuvel í dag.
Ákæru á hendur forstjóra olíufélaga vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 13:42
Þvílíkur skrípaleikur
Héraðsdómur virðist vera duglegur við að sækjast eftir rógi og sögusögnum í Baugsmálinu. Teknar eru skýrslur af "vitnum" sem heyrðu hitt og þetta sagt heima hjá sér eða gægðust fyrir rælni í meinta tölvupósta.
Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég heyrði það heima hjá mér að Gróa á Leiti væri væntanleg fyrir Héraðsdóm í næstu viku. Hún lumar örugglega á ýmsu bitastæðu sem sjónvarpsspekingarnir geta strokið skeggið yfir.
Sagðist hafa heyrt að Baugur ætti að borga bátinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007 | 00:19
Önnur ómerkilegasta frétt dagsins
Já, það er merkilegt að önnur mesta lækkunin hafi komið á næstfyrsta degi þriðju síðustu viku þess annars fyrsta af tveimur næststystu mánuðum sem af eru árinu.
Þetta er fréttnæmt.
Önnur mesta lækkun ársins á Dow Jones í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 05:43
Einn mánuður fyrir hvort höggið?
Ákaflega fer lítið fyrir réttlætinu í Héraðsdómi Suðurlands. Menn mega slá konur ekki einu sinni heldur tvisvar, svo það brotni bein í andliti, og fá lítið annað en skömm í hattinn. Þetta eru skýr skilaboð Héraðsdóms til fanta og stigamanna: látið höggin dynja.
Tveggja mánaða fangelsi á Íslandi er vel þolanlegt mönnum sem eru það bíræfnir að lemja annað fólk að ástæðulausu. En hann þessi fær ekki einu sinni það, heldur gengur hann laus á skilorði í einhverjar vikur. Það er hreint ótrúlegt, eftir að hafa brotið nef og augntóft konunnar, auk fleiri áverka.
Nú liggur fyrir heimild í lögum að setja svona menn inn í þrjú ár. Hvað veldur að hann þessi fær ekki a.m.k. ár í fangelsi fyrir hvort höggið? Er eitthvað því til fyrirstöðu? Hvar eru réttur konunnar og persónuhelgi varin? Hvar er sverð hennar og skjöldur?
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 18:07
Glerhýsingar aðstoða steinkastglaða við gerð grjótnámu
Bandaríkin aðstoða Líbýumenn við gerð kjarnorkuvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 17:22
Stjórnarskrárbundin Nytjahyggja
Það ber að athuga hvað það merkir raunverulega að löggjafinn á hverjum tíma geti ákvarðað eftir hentisemi nýtingu auðlinda. Hér er á ferð ávísun til löggjafa framtíðarinnar að svipta menn leyfi til að nýta auðlindirnar ef löggjafinn telur þá ekki nægilega bæta hag þjóðarinnar með nýtingu sinni, og jafnvel færa nýtinguna til einkavina þingmeirihluta þess tíma.
Það er fjarstæðukennt að ráðherra geti talið þjóðarheill sem hlutlægan mælikvarða. Ef til vill mætti ráðherra leggja fram viðauka þar sem því er lýst í hlutlægum smáatriðum hvernig þjóðarheill skal mældur. Hver ákvarðar hvað er og er ekki í hag þjóðarinnar, þegar á reynir? Og hver er munurinn, þegar á reynir, á hag þjóðarinnar og hag þingflokkanna? Það má auðveldlega sjá að sá munur er enginn, þegar litið er til þess að þingflokkarnir gerðust nýverið áskrifendur að skattfé almennings. Var þar hagur þjóðarinnar, eða hagur þingflokkanna, að leiðarljósi hafður?
Að minnsta kosti getur það varla verið í hag þjóðarinnar að stjórnarskrárbinda nytjahyggjuna með þessu móti.
Mælt fyrir frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2007 | 14:13
...og núll prósent vita nákvæmlega hvað þjóðareign merkir.
Við getum alveg eins sagt:
Tveir þriðju hlutar landsmanna (66,4%) segjast vera hlynntir fyrirhugaðri breytingu á stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir að auðlindir séu golskræfar.
Og túlki nú hver fyrir sig hvað það þýðir. A.m.k. tveimur þriðju hluta landsmanna þykir það ekki skipta nokkru máli hvað stjórnarskrárákvæði þýða.
Þar að auki er það hulin ráðgáta hvers vegna svona mikið liggur á að setja ákvæði, sem er merkingarlaust hvort eð er, í stjórnarskrá. Hvaða tilgangi ætli það þjóni? Er stjórnarskráin góður tilraunavöllur fyrir hálfbakaðar hugdettur? 66,4% landsmanna virðast telja hana það.
Fyrst tryggja þingflokkarnir sér áskrift af skattfé landsmanna, og nú vilja þeir leyfi til að túlka stjórnarskrána eftir hentisemi hvað varðar fiskimiðin. Þá er einkavinavæðingin fullgerð.
Svona pár á stjórnarskrá lýðveldisins er auðvitað ekkert nema klám.
Tveir þriðju landsmanna segjast hlynntir stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 13:55
Hæsóður
Hljómskáld nokkuð hnossið
hreppti sálunökkvið,
snert af sálu heppið
minnisdóttur naktri.
Nafnsins hennar lofsöng
harpa hans nú hljómar,
hæst af gnæfð í guðasölum endurómar.
Rúnar Óli
Ort á góu 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)