Einn mánuður fyrir hvort höggið?

Ákaflega fer lítið fyrir réttlætinu í Héraðsdómi Suðurlands. Menn mega slá konur ekki einu sinni heldur tvisvar, svo það brotni bein í andliti, og fá lítið annað en skömm í hattinn. Þetta eru skýr skilaboð Héraðsdóms til fanta og stigamanna: látið höggin dynja.

Tveggja mánaða fangelsi á Íslandi er vel þolanlegt mönnum sem eru það bíræfnir að lemja annað fólk að ástæðulausu. En hann þessi fær ekki einu sinni það, heldur gengur hann laus á skilorði í einhverjar  vikur. Það er hreint ótrúlegt, eftir að hafa brotið nef og augntóft konunnar, auk fleiri áverka.

Nú liggur fyrir heimild í lögum að setja svona menn inn í þrjú ár. Hvað veldur að hann þessi fær ekki a.m.k. ár í fangelsi fyrir hvort höggið? Er eitthvað því til fyrirstöðu? Hvar eru réttur konunnar og persónuhelgi varin? Hvar er sverð hennar og skjöldur?

 


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján

Þessi dómur er hneyksli, dómstólar á Íslandi eru ekki að nýta refsirammann sem er til staðar skv. lögum. Skilaboðin eru nákvæmlega sem þú segir látið höggin dynja, þessi þarf bara að passa sig að berja ekki meðan á skilorði.

Kristján, 14.3.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband