4.2.2009 | 22:17
Leggja bankann niður
Betur má ef duga skal. Það hefur ekkert að segja að setja "faglega" stjórn í Seðlabankann. Það að stjórn Seðlabankans geti stýrt peningakerfinu með farsæld er byggt á misskilningi og galdratrú. Það skiptir engu máli hver reynir við framkvæmd hins ómögulega, það er jafn ómögulegt eftir sem áður.
Nei, fyrsta skrefið í veruleikavæðingu Íslenska hagkerfisins er að leggja niður Seðlabankann og taka upp alvöru alþjóðlega peninga á Íslandi. Ég endurtek:
Lög um seðlabanka nr. 36/2001 falli úr gildi, svo og lög nr 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Útgáfa seðla og myntar verði frjáls einstaklingum og fyrirtækjum, og skulu útgefnir seðlar vera innleysanlegir fyrir staðgreiðslu í auglýstu magni alþjóðlegs gjaldmiðils svo sem Bandaríkjadals, Evru, gulls, silfurs eða annars málms hjá útgefanda. Íslenzka ríkinu og stofnunum þess verði með öllu óheimil útgáfa peninga og/eða skuldabréfa.
Seðlabankafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.