Opnum það upp á gátt

Það gæti vel farið svo, fyrst afturhaldsseggirnir eru nú að loka hagkerfinu aftur, að það  verði samdráttur ár eftir ár, eins og á haftaárum áður fyrr. Vilja Íslendingar virkilega sitja inni í lokuðu hagkerfi þar sem krónan er höfð upp á punt?

Nei, grundvallarbreytinga er þörf. Breytinga sem skipta út leikreglunum og opna hagkerfið upp á gátt. Því legg ég til eftirfarandi.

1. Lög um seðlabanka nr. 36/2001 falli úr gildi, svo og lög nr 22/1968 um gjaldmiðil Íslands. Útgáfa seðla og myntar verði frjáls einstaklingum og fyrirtækjum, og skulu útgefnir seðlar vera innleysanlegir fyrir staðgreiðslu í auglýstu magni alþjóðlegs gjaldmiðils svo sem Bandaríkjadals, Evru, gulls, silfurs eða annars málms hjá útgefanda.

2. Íslenzka ríkinu og stofnunum þess verði með öllu óheimil útgáfa peninga og/eða skuldabréfa.

3. Alþingi verði óheimilt að setja lög um verð á vöru og þjónustu, laun starfsmanna annarra en ríkisins, og vexti á inn- og útlánum.

4. Lög nr. 98/1999 um tryggingasjóð innlána og fjárfesta falli úr gildi. Íslenzka ríkinu og stofnunum þess verði óheimilt að tryggja innlán eða fjárfestingar, jafnt á Íslandi sem erlendis.

5. Ríkisbankarnir verð seldir einkaaðilum sem fyrst. Höftum við rekstri erlendra banka á Íslandi verði lyft.

6. Inn- og útflutningstollar verði lagðir niður og embætti tollstjóra lagt af.


Við getum gert þetta, en það er ólíklegt að sitjandi flokkspólitíkusar geri það sem gera þurfi.
mbl.is Gera of mikið úr vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Að ganga í ESB er skref í hina áttina. Með því værum við að setja Ísland undir enn stærra stjórnsýsluapparat, enn stærri seðlabanka, og milljónir blaðsíðna af reglugerðum sem enginn skilur í heild sinni. Nei, við skulum ekki selja okkur stjórnmálaelítunni, heldur snúa okkur undan henni og standa sjálf í lappirnar.

Við getum gert þetta sjálf án nokkurrar aðstoðar frá háttvirtum hálfvitum í útlöndum.

Rúnar Óli Bjarnason, 30.1.2009 kl. 19:46

2 identicon

Vantaði ekki þarna ákveðið hámark skattlagningar af hendi ríkisins??..á þegnana...en gengur þetta upp í samhengi lífs þegnanna??

itg (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:27

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Hámark sem slíkt á skattlagningu hefði aðeins þau áhrif að skattar væru alltaf í hámarki, og að ríkið leitaði annarra leiða til að skattleggja óbeint. Nei, heldur ættu menn að beita sér fyrir því að gera óbeina skattlagningu ólöglega, t.a.m. þann skatt sem við greiðum óbeint af krónunni í formi verðbólgu.

Vissulega er brýnt að lækka skattbyrði heimilanna. Ef menn vilja "slá skjaldborg um heimilin" þá ætti að vera forgangsverk að slá á stærsta útgjaldaliðinn, sem er tvímælalaust útsvarið.

Rúnar Óli Bjarnason, 4.2.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband