Guðni hefur mikið til síns máls

Ef íslensk yfirvöld og bankarnir láta þetta mál liggja kyrrt þá eru skilaboðin skýr að það sé allt í lagi að traðka á Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum, og erlendum fyrirtækjum í eigu íslenskra. En málið er líka stærra en það. Það er mál að láta að reyna á þessar löggjafir breta, og þessar fasistataktíkur sitjandi ríkisstjórnar, fyrir breskum dómstólum, allrar Evrópu vegna. Þetta setur fordæmi öðrum ríkisstjórnum, og það má ekki líðast.

 


mbl.is Guðni Ágústsson: Kærum Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Guðni hefur akkúrat ekkert til síns máls.

Manstu ekki þegar Guðni var búrtík hjá frjálshyggjufasistunum - í 12 ár?

Hann ber svo sannarlega ábyrgð á astandinu hann Guðni. Svo mikið er víst.

Blaðamenn Foldarinnar, 10.10.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Heyrðu, enga komma hér. Vertu úti.

Rúnar Óli Bjarnason, 10.10.2008 kl. 17:52

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Þetta var nú sagt í hálfu gríni. Vissulega hefur Guðni gert og sagt ýmislegt misgáfulegt, en það þýðir ekki að hann geti ekki haft rétt fyrir sér nú.

Rúnar Óli Bjarnason, 10.10.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Guðni var auðvitað hangandi utan í íhaldinu eins og táningsstelpa baksviðs, en það er bara pólitík. Hann hefur samt rétt fyrir sér núna. Geir sagði sjálfur að lögsóknir væru ágætis aðferð til að leysa flókin deilumál, svo það er ekki eftir neinu að bíða. Nema kannski undirbúningsvinnunni, en hún má byrja strax.

Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband