9.10.2008 | 10:50
Afglöp að stöðva viðskipti
Stöðvun viðskipta með bréf bankanna er til þess fallin að tap hluthafa verður miklu meira en annars hefði orðið. Stöðvun þessara viðskipta er ekki bara árás á þá hluthafa heldur árás á raunveruleikann sjálfan, þar sem allt er gert til að fá að þykjast sem lengst að ekkert sé að. Þeim mun lengur sem þetta viðhefst, því harðara verður spennufallið þegar raunveruleikanum er hleypt á aftur.
Milljarðar í súginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig í ósköpunum færðu út að tap hluthafa í félagi sem fer á hausinn aukist vegna þess að lokað sé á viðskipti með bréf félagsins kortér í gjaldþrot - getur þú sagt mér það?
Borat (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:00
Tap hluthafa í stóru þjóðnýttu bönkunum er 100%, það skiptir engu máli hvort að markaðir séu opnir eða lokaðir. Hlutabréfin eru ónýt, fallin úr gildi, verðlaus, horfin, 0 kr. Þegar markaðir opna aftur verða bankarnir auðvitað ekki þar lengur.
Bjarki (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:09
Liggur það ekki í augum uppi að ef viðskipti eru opin með bréfin þá geta hluthafar selt þau hverjum sem kaupa vill? Það má vera útsöluverð, en betra er það en ekki neitt. Með lokun fyrir viðskipti er gangið úr skugga um að þau fari beint í núll.
Rúnar Óli Bjarnason, 9.10.2008 kl. 11:27
Þú segir "tap hluthafa verður miklu meira en annars hefði orðið". Það að eiga í félagi gerir þig að hluthafa - það er skilgreiningin á "hluthafa". þannig hefðu nýju hluthafarnir þá bara tapað í staðinn fyrir gömlu hluthafana.
Áttir þú kannski við að það hefði hentað ÞÉR betur að hafa markaði opna svo ÞÚ gætir komið tapinu ÞÍNU yfir á nýja hluthafa?
Það er fullkomlega eðlilegt að loka fyrir viðskipti á svona tímum. Það kemur í veg fyrir að hluthafar í innsta koppi - sem vegna stöðu sinnar fá upplýsingar fyrr en minni hluthafar - geti ekki komið tapi sínu yfir á óupplýsta smælingja sem væri siðferðilega rangt.
Borat (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 11:46
Ég á við að lífeyrissjóðirnir hefðu e.t.v. getað fengið einvherjar krónur fyrir þetta allt saman frá einhverjum sem var tilbúinn að veðja á að Kaupþing kæmist af. Ekki fullt verð, en ekki núll krónur heldur.
Rúnar Óli Bjarnason, 9.10.2008 kl. 19:04
Það hefðu eftir sem áður verið "hluthafar" sem töpuðu. Lífeyrissjóðirnir eru einmitt í þeirri stöðu sem ég lýsti - að hafa aðgang að bestu upplýsingum - þannig að það hefði verið mismunun gagnvart verr upplýstum (og oftast smærri) hluthöfum.
Borat (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:53
Vertu úti með þetta forræðisgjamm. Það er ekki þitt að segja hver er upplýstur og hver ekki heldur þeirra sjálfra.
Rúnar Óli Bjarnason, 10.10.2008 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.