22.3.2007 | 19:25
Hefði betur þagað
Kristinn Björnsson hefði betur þagað en að tjá sig um málið með þessum hætti, enda engin leið að skilja um hvað hann er að tala. Ef til vill veit hann það ekki heldur.
Til þeirra sem í framtíðinni standa frammi fyrir því að vera ákærðir af hentisemi samkeppnisyfirvalda (eða "jafnréttis"-yfirvalda ef út í það er farið) mæli ég með að segja eftirfarandi, og ekkert annað:
Ég mun ekki hjálpa ykkur að þykjast vera að rannsaka hér glæp. Ég hef engan glæp framið. Ég hef engu valdi beitt gegn neinum. Ég rek mitt fyrirtæki samkvæmt eigin sannfæringu, og þeir sem ekki líkar það geta í sannfæringu sinni verslað annars staðar. Gerið það sem þið viljið. Þið fáið enga aðstoð frá mér. Ég er hér með í verkfalli gegn þessu mannætukerfi ykkar. Veriði úti.
Smjörklípa í Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.