11.12.2008 | 15:30
Einblínt á litlu hlutina
Það að ætla að skila einhverjum sparnaði með að lækka laun ríkisstarfsmanna er fásinna, og pragmatismi af verstu gerð. Laun þessa fólks hafa þegar lækkað um helming þegar tekið er tillit til gengi krónunnar í raunverulegum verðmætum. Þetta verður til einskis nema að koma því þannig í kring að aðeins óhæfir hálfvitar vilja vinna hjá ríkinu, og guð veit að nóg er til af svoleiðis á þeim bænum.
Nei, það sem þarf að gera er að fækka verkefnum ríkisins og þar með ríkisstarfsmönnum. Þá erum við ekki að tala um að lækka útgjöldin um einhverjar prósentur, heldur að draga saman fjárlögin í grundvallaratriðum og endurskoða hlutverk ríkisins í íslenzku þjóðfélagi.
Verum hugrökk í þeim efnum. Leggjum hönd á plóg frekar en að sitja og bíða eftir blóði úr ríkisspenanum. Sláum á velferðardekurkerfið. Afnemum einokunarstöðu seðlabankans. Rétt eins og Íslendingar verða að hætta að þykjast hafa efni á flatskjám og nýjum jeppum, þá verða þeir ennig að hætta að þykjast hafa efni á að reka heilbrigðiskerfi með tapi ár eftir ár, og þykjast hafa efni á hlutum eins og fæðingarorlofum, innflutningstollum, og tónlistarhúsum.
Vill lækka laun ríkisforstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.