9.10.2008 | 10:36
Mun gera illt verra
Það eru einmitt stórfengleg inngrip bandarísku alríkisstjórnarinnar inn í íbúðarlánamarkaðinn sem bjuggu til þessa kreppu alla saman. Þetta er búin að vera syrpa af afglöpum í sex áratugi: Stofnun Fannie Mae, stofnun Freddie Mac, CRA, "Affordable Housing", nýleg stofnun sérstaks sjóðs til uppkaupa húsnæðislána, og nú kallar þessi bavíani eftir meiru.
Það er sama hvor trúðanna verður næsti forseti Bandaríkjanna, það er sama ótrúlega vanþekkingin á sögunni og einföldustu efnahagslögmálum. En hann þessi, hann McCain, selur sig sem vin frjáls markaðar. Hver þarf óvini þegar vinirnir eru svona?
McCain vill björgunarsjóð vegna húsnæðislána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.