4.4.2008 | 18:47
Smiðir ræða við fulltrúa bakara um hengingar
Verðbólga er ekki eitthvað náttúruafl sem ríkisvald og verslanir verða að "vinna á" í sameiningu. Verðbólga er einfaldlega lækkun gengis krónunnar, mæld í vörum sem menn vilja gjarnan skipta krónunum sínum fyrir.
Þegar talað er um verðbólgu, hugsa flestir um matvöruverð og verð á hráefnum, í krónum. En það ber að athuga að verðgildi matvöru og hráefna er óbreytt að mestu leyti, ef miðað er við aðra vöru og önnur hráefni. Það má því segja að mat- og hrávöruverð standi í stað, og það sé verð krónunnar sem er að lækka. Það gefur augaleið að verðmæti raunverulegrar vöru breytist ekki svo auðveldlega, en verðmæti krónunnar getur tekið stórt stökk á einni nóttu.
Verðbólga er bein afleiðing þess að Seðlabankinn hefur verið með útsölu á krónunni. Bankarnir fá splunkunýjar krónur fyrir hlægilegt verð (í formi stýrivaxta), sem eykur framboð á krónum umfram eftirspurn, og lækkun gengis fylgir eðlilega í kjölfarið. Þetta vita seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra mætavel, en kjósa að kenna öðrum um, eins og sjá má í þessari frétt, og í fyrri fréttum þar sem seðlabankastjóri talar um að það sé verið að gera atlögu að krónunni. Það eru viðskiptaráðuneytið og seðlabankinn sem eru óvinir krónunnar.
![]() |
Rætt um leiðir til að vinna á verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.