Eina heiðarlega leiðin

Það er nokkuð ljóst af orðum Ahmadinejad að eina leiðin til að fá Írani ofan af kjarnorkuáætlunum sínum er að eiga við þá heiðarleg samskipti. Jafnvel segist hann fagna slíkum samskiptum.

Það er einnig nokkuð ljóst að hin einu heiðarlegu samskipti sem möguleg eru við Írani er að hafa þá ofan af þessari vitleysu með valdi. Það væri öllu heiðarlegra en þetta væl og moð allt saman sem við höfum fengið að heyra frá Bandaríkjamönnum, Sameinuðu þjóðunum, og Evrópusambandinu. Megum við þá lesa það úr orðum Ahmadinejad að hann fagni innrás í Íran?


mbl.is Ahmadinejad: „Íranska þjóðin tekur heiðarlegum samskiptum fagnandi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Nei, það má ekki lesa úr orðum hans, hann á þarna við almenn samskipti milli þjóðana og þá helst varðandi þessa ráðstefnu um Írak. Ef hann átti við deiluna við USA um löglega nýtingu kjarnorku í friðsamlegum tilgangi þá má frekar lesa úr þessum orðum að ef USA er heiðarlegt og ræðst ekki með offorsi og viðbjóði inn í Íran sem bæði væri ólöglegt, rétt eins og Íraksinnrásin og heimskulegt, að þá hegði Íransstjórn sér skikkanlega líka, þeir svari bara fyrir sér ef á þá er ráðist sem sagt.

Veit ekki hver kenndi þér um heiðarleika en mér finnst lygar og þvættingur bandaríkjamanna ekki dæmi um heiðarleika.

Björgvin Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Þjóðanna átti þetta auðvitað að vera.

Björgvin Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 19:27

3 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Ég taldi mig vera að segja að Bandaríkjastjórn hafi einmitt ekki verið heiðarleg í þessu máli hingað til. Önnur málsgrein, önnur setning, að ofan.

Rúnar Óli Bjarnason, 2.5.2007 kl. 19:44

4 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Mér finnst nú "moð og væl" skömminni skárri kostur en ólögleg innrás í Íran, rétt eins og "frelsisinnrásin" í Írak

Það sem ég meinti varðandi lygar og þvætting Bandaríkjamanna, var innrásin í Írak, þar sem Bandaríkjamenn lugu að alþjóðasamfélaginu, sem bitu mismikið á agnið til þess að geta ráðist inn í landið.

Love is the answer

Björgvin Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 03:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband