12.3.2007 | 17:22
Stjórnarskrárbundin Nytjahyggja
Það ber að athuga hvað það merkir raunverulega að löggjafinn á hverjum tíma geti ákvarðað eftir hentisemi nýtingu auðlinda. Hér er á ferð ávísun til löggjafa framtíðarinnar að svipta menn leyfi til að nýta auðlindirnar ef löggjafinn telur þá ekki nægilega bæta hag þjóðarinnar með nýtingu sinni, og jafnvel færa nýtinguna til einkavina þingmeirihluta þess tíma.
Það er fjarstæðukennt að ráðherra geti talið þjóðarheill sem hlutlægan mælikvarða. Ef til vill mætti ráðherra leggja fram viðauka þar sem því er lýst í hlutlægum smáatriðum hvernig þjóðarheill skal mældur. Hver ákvarðar hvað er og er ekki í hag þjóðarinnar, þegar á reynir? Og hver er munurinn, þegar á reynir, á hag þjóðarinnar og hag þingflokkanna? Það má auðveldlega sjá að sá munur er enginn, þegar litið er til þess að þingflokkarnir gerðust nýverið áskrifendur að skattfé almennings. Var þar hagur þjóðarinnar, eða hagur þingflokkanna, að leiðarljósi hafður?
Að minnsta kosti getur það varla verið í hag þjóðarinnar að stjórnarskrárbinda nytjahyggjuna með þessu móti.
Mælt fyrir frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem mestu máli skiptir er að auðlindir landsins meiga ekki safnast á hendur fárra, kannski útvaldra. Það eiga allir Íslendingar að hafa jafnan aðgang að auðlindum þessa lands.
Gulli (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:41
Fárra útvaldra eins og til dæmis meðlima þingflokkanna? Kaldhæðnin á ef til vill eftir að verða sú að ákvæði sem þetta gerir það einmitt auðveldara.
Rúnar Óli Bjarnason, 12.3.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.