12.3.2007 | 14:13
...og núll prósent vita nákvæmlega hvað þjóðareign merkir.
Við getum alveg eins sagt:
Tveir þriðju hlutar landsmanna (66,4%) segjast vera hlynntir fyrirhugaðri breytingu á stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir að auðlindir séu golskræfar.
Og túlki nú hver fyrir sig hvað það þýðir. A.m.k. tveimur þriðju hluta landsmanna þykir það ekki skipta nokkru máli hvað stjórnarskrárákvæði þýða.
Þar að auki er það hulin ráðgáta hvers vegna svona mikið liggur á að setja ákvæði, sem er merkingarlaust hvort eð er, í stjórnarskrá. Hvaða tilgangi ætli það þjóni? Er stjórnarskráin góður tilraunavöllur fyrir hálfbakaðar hugdettur? 66,4% landsmanna virðast telja hana það.
Fyrst tryggja þingflokkarnir sér áskrift af skattfé landsmanna, og nú vilja þeir leyfi til að túlka stjórnarskrána eftir hentisemi hvað varðar fiskimiðin. Þá er einkavinavæðingin fullgerð.
Svona pár á stjórnarskrá lýðveldisins er auðvitað ekkert nema klám.
Tveir þriðju landsmanna segjast hlynntir stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.