12.3.2007 | 21:28
Hvað kosta 42 lögreglumenn, tollverðir og hundar?
Það munar ekki um það. Það þurfti 36 lögreglumenn, fjóra tollverði og tvo hunda til að leggja hendur á hvorki meira né minna en 135 grömm af hassi (sem samsvarar u.þ.b. einu sápustykki), 65 grömm af hvítu efni (þ.e.a.s. hálfan bolla eða svo) og heilar tíu e-pillur. Og þetta er "árangur umfram væntingar".
Það þarf ekki að efast um að svona aðgerðir þarfnist umtalsverðs undirbúnings, kosti einhverjar krónur, og séu jafnvel stórhættulegar þeim sem taka þátt í aðgerðunum. Er þetta ómaksins virði? Og svo er því lofað að þetta eigi eftir að endurtaka sig, þá eflaust með svipuðum tilkostnaði og áhættu.
Við skulum leyfa okkur að efast um að engin mikilvægari verkefni bíði lögreglu en að gera upptæk efni sem engan skaða nema þá sem þeirra neyta, og eru þeir neytendur þá jafnan hyski sem mætti helst skaða sig meira. Vissulega tengist þetta pakk oft annars konar glæpum, en er ekki brýnna fyrir lögregluna að taka á þeim glæpum?
Það sýndi sig vel á áfengisbannárunum í Bandaríkjunum að það er tiltölulega auðvelt að búa til heilan glæpaiðnað í kringum einhverja vöru. Það þarf ekkert annað en að gera vöruna ólöglega. Það sýnir sig líka vel hversu vel sú aðferð sem nú er tekin virkar, þegar menn eru að fagna því í hástert að takist hafi að leggja hendur á magn einhverra efna sem samsvarar hráefnum í hálfa lummuuppskrift.
Betur má ef duga skal. Það liggur innan valds alþingis að gera útaf við fíkniefnavandann með pennanum einum saman. Það mætti koma málum þannig um kring að ekki væri hægt að hafa meira upp úr fíkniefnasölu á Íslandi en t.d. innflutningi osta eða rúgmjöls.
"Þetta kvöld á eftir að endurtaka sig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007 | 18:07
Glerhýsingar aðstoða steinkastglaða við gerð grjótnámu
Bandaríkin aðstoða Líbýumenn við gerð kjarnorkuvers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2007 | 17:22
Stjórnarskrárbundin Nytjahyggja
Það ber að athuga hvað það merkir raunverulega að löggjafinn á hverjum tíma geti ákvarðað eftir hentisemi nýtingu auðlinda. Hér er á ferð ávísun til löggjafa framtíðarinnar að svipta menn leyfi til að nýta auðlindirnar ef löggjafinn telur þá ekki nægilega bæta hag þjóðarinnar með nýtingu sinni, og jafnvel færa nýtinguna til einkavina þingmeirihluta þess tíma.
Það er fjarstæðukennt að ráðherra geti talið þjóðarheill sem hlutlægan mælikvarða. Ef til vill mætti ráðherra leggja fram viðauka þar sem því er lýst í hlutlægum smáatriðum hvernig þjóðarheill skal mældur. Hver ákvarðar hvað er og er ekki í hag þjóðarinnar, þegar á reynir? Og hver er munurinn, þegar á reynir, á hag þjóðarinnar og hag þingflokkanna? Það má auðveldlega sjá að sá munur er enginn, þegar litið er til þess að þingflokkarnir gerðust nýverið áskrifendur að skattfé almennings. Var þar hagur þjóðarinnar, eða hagur þingflokkanna, að leiðarljósi hafður?
Að minnsta kosti getur það varla verið í hag þjóðarinnar að stjórnarskrárbinda nytjahyggjuna með þessu móti.
Mælt fyrir frumvarpi um breytingu á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2007 | 14:13
...og núll prósent vita nákvæmlega hvað þjóðareign merkir.
Við getum alveg eins sagt:
Tveir þriðju hlutar landsmanna (66,4%) segjast vera hlynntir fyrirhugaðri breytingu á stjórnarskrá sem gerir ráð fyrir að auðlindir séu golskræfar.
Og túlki nú hver fyrir sig hvað það þýðir. A.m.k. tveimur þriðju hluta landsmanna þykir það ekki skipta nokkru máli hvað stjórnarskrárákvæði þýða.
Þar að auki er það hulin ráðgáta hvers vegna svona mikið liggur á að setja ákvæði, sem er merkingarlaust hvort eð er, í stjórnarskrá. Hvaða tilgangi ætli það þjóni? Er stjórnarskráin góður tilraunavöllur fyrir hálfbakaðar hugdettur? 66,4% landsmanna virðast telja hana það.
Fyrst tryggja þingflokkarnir sér áskrift af skattfé landsmanna, og nú vilja þeir leyfi til að túlka stjórnarskrána eftir hentisemi hvað varðar fiskimiðin. Þá er einkavinavæðingin fullgerð.
Svona pár á stjórnarskrá lýðveldisins er auðvitað ekkert nema klám.
Tveir þriðju landsmanna segjast hlynntir stjórnarskrárbreytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 13:55
Hæsóður
Hljómskáld nokkuð hnossið
hreppti sálunökkvið,
snert af sálu heppið
minnisdóttur naktri.
Nafnsins hennar lofsöng
harpa hans nú hljómar,
hæst af gnæfð í guðasölum endurómar.
Rúnar Óli
Ort á góu 2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 20:34
Vísur í tilefni fullveldisdags
Morgunbæn
Háfrónskri og harðsoðinni
hreintyngdur ég hefja megi
brynfjörurpt með í mynni
mogrunmál á hverjum degi.
Íslenzka
Fjallkonunnar rétta rödd,
þjóðar vorrar hæsta hödd,
dýrastur drottins sjóða,
samhljómur skáldanna ljóða.
Vínbón
Efst er minna bóna
ker atarna veiga.
Miða þúsund króna
gæfi til að eiga.
Bloggar | Breytt 16.2.2007 kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)