Orðin innantóm

Ingibjörg gerir það sem pólitíkusar gera best; leggur hendur sínar yfir augu og eyru og blaðrar út í eitt að öll dýrin í skóginum eigi nú að vera vinir. Eru þá lagðar til frekari "friðarviðræður", því það er næsta víst að það sem hefur skilað engum árangri síðustu 30 árin hljóti að virka í þetta skiptið af því að Ingibjörg segir það.

Nei, það eina sem dugar er að vinna hug og hjörtu Hamas-liða. Það er að segja, að fylla hjörtu þeirra örvæntingu yfir vonleysi málsstaðar síns, og huga þeirra sannfæringu um sína eigin tortímingu ef þeir láta ekki af honum. Þá fyrst er friðarvon. En á meðan þessi samtök dauðadýrkenda sjá draum sinn innan seilingar, um að reka Ísrael og vestræna siðmenningu út í sjóinn, þá munu þeir elta hann.

Ég óska ykkur öllum friðar og góðvildar á nýju ári.


mbl.is Utanríkisráðherra hvetur til friðarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Er sammála þér, þessir Hamas og plo eða hvað þau nú heita þessi samtök felasig innan um konur og börn sem er lítilmannlegt af þeim s.l. rúm 40.ár.

guð gefi þeim gleðilegt ár.

Bernharð Hjaltalín, 31.12.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband