Einkennileg umfjöllun

Það er skrítið hvernig er talað um hlutina eins og Ford, GM og Chrysler fjari út í sandinn ef alríkisstjórnin veitir þeim ekki lán. Það er eins og það sé verið að stýra því hvernig almenningur hugsar um þetta mál. Athuga ber eftirfarandi:

1. Ef þessum fyrirtækjum er veitt greiðslustöðvun og leyft að fara í gjaldþrot, þá hafa þau tækifæri til að skipta eignum til lánadrottna, endurskipuleggja reksturinn, skipta um stjórn, og koma út úr gjaldþroti innan einhverra ára.

2. Alríkisstjórnin á enga peninga. Ef hún ætlar að veita lán, þá verður einfaldlega að prenta þá peninga. Það jafngildir sérstökum skatti á alla þá sem eiga dollara eða eignir skráðar í dollurum.

3. Ef þessi fyrirtæki geta ekki framleitt bíla sem almenningur vill kaupa (sem virðist ekki vera neitt vandamál fyrir aðra framleiðendur), hvernig dettur mönnum í hug að þetta lán verði greitt til baka? Svarið er að það dettur engum það í hug, sem er ástæðan fyrir því að þeir halda út hattinum að alríkisstjórninni. Enginn annar vill lána þessa peninga því reksturinn er augljóslega vonlaus.


mbl.is Framtíð bílarisa á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega ekki skrýtið að stóru bankarnir vilji ekki lána þessum fyrirtækjum peninga, rétt eins og þú segir þá er framleiðsla þeirra úreld og enginn vill kaupa vöruna. Þessvegna er mun sniðugra fyrir bankana að neita þeim um lán, því þeir vita að þá munu þessi risafyrirtæki leita á náðir yfirvalda, sem munu sennilega, selja bandaríska seðlabankanum (sem er að stórum hluta í eigu bankanna, og að því er virðist algjörlega undir þeirra stjórn) ríkisskuldabréf, og seðlabankinn prentar peninga á móti og lætur alríkisstjórnina fá þá, sem þeir koma svo áfram til bílaframleiðenda. Með þessu móti lána bankarnir bílarisunum peninga, nema hvað, bæði höfuðstóll lánsins sem og vextirnir eru ríkistryggðir. Engin áhætta fyrir bankann....

Heimir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband