Skýr skilaboð til þjófa

Það segir ákveðna sögu að fréttin talar um þrjá 19 ára gamla "pilta". Þegar menn eru orðnir 19 ára, þá eru þeir ekki lengur piltar gagnvart lögum. Ætli það sé ekki með því hugarfari sem Héraðsdómur vinnur í þessu máli, að þetta séu bara strákar, og strákar geri svonalagað. Tveir "piltanna" fá enga refsingu, ekki einu sinni skilorð. Og sá sem var þegar á skilorði, fær hann að afplána fyrri dóminn að minnsta kosti? Nei, hann fær meira skilorð. Það auðvitað sýnir hvað skilorðsbundnir dómar vega þungt  á Norðurlandi vestra.

Það hefði verið algjört lágmark að sekta ræningjana, eða láta þá tína rusl í nokkra daga. Menn fá refsingar á Norðurlandi vestra fyrir að aka á 100 km hraða á beinum og greiðum vegum austan Varmahlíðar, eða fyrir að aka án bílbeltis. En hvað fá menn fyrir að brjótast inn og ræna því sem aðrir hafa unnið hörðum höndum fyrir? Stíft augnaráð?

Hér eru hin skýru skilaboð Héraðsdóms Norðurlands vestra til innbrotsþjófa: látið greipar sópa.

 


mbl.is Þrír ungir menn fundnir sekir um þjófnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það.

Benedikt Ívarsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Einar Jón

Ég held að ef sektir væru notaðar myndu einhverjir bara reyna að stela fyrir sektinni.

En samfélagsþjónusta er málið - skilorð ofan á skilorð er ennþá gagnslausara en stíft augnaráð. Látum svona lið gera eitthvað gagn, og hugsanlega læra eitthvað í leiðinni...

Einar Jón, 14.3.2007 kl. 16:52

3 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Ég vil að við tökum upp illt augnaráð. "Þér eruð hér með dæmdir til þess að fá á yður illt augnaráð - eða The Evil Eye - í allt að 4 tíma á dag, 2 tíma í senn í 23 vikur." Þetta myndi hræða menn svo gjörsamlega að...

Ég reyndar held að samfélagsþjónusta sé góð hugmynd. Undir ströngu eftirliti.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 15.3.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband